Viðskiptaskilmálar

Skráning og greiðsla námskeiðsgjalds

Við skráningu á námskeið samþykkir viðskiptavinur greiðslu á námskeiðsgjaldi og við skráningu telst kominn á skuldbindandi samningur milli aðila. Öll námskeið Skóla-Akademíunar eru á netinu og opnast strax aðgangur að námi og fæst námskeiðsgjald því ekki endurgreitt.

Skilmálar um notkun

Skilmálarnir eiga við um notkun á vefkökum á vefsíðu þessari

Skóla-Akademían notar svokallaðar vefkökur eða vefkökur til að afla upplýsinga um ferðir notenda um vefinn í því skyni að efla hann og gera hann aðgengilegri. Skóla-Akademían skráir engar upplýsingar um einstaka notendur með þessari tækni svo að upplýsingar um þig eða ferðir þínar um vefinn eru hvorki vistaðar né notaðar á nokkurn hátt. Athugaðu að þú getur stillt vafrann þannig að hann heimili ekki vefkökur eða vari þig við notkun þeirra. Við leggjum höfuðáherslu á varðveislu þessara gagna og erum við eigendur þeirra gagna sem safnast og því getum við sagt með vissu að gögnin sem safnast eru ekki seld til þriðja aðila.

Persónuvernd og öryggi við skráningu

Þær persónulegu upplýsingar sem þú veitir Skóla-Akademíuna um þig á vefnum verða einungis notaðar til að bæta þjónustu Skóla-Akademíunar við þig. Skóla-Akademían gerir sitt ýtrasta til að varðveita slíkar upplýsingar vel. Skóla-Akademían mun ekki láta þriðja aðila í té upplýsingar um þig. Þú hefur alltaf rétt á að nálgast, leiðrétta og banna notkun á hvers kyns persónuupplýsingum þínum á vefnum.

Skóla-Akademían er á engan hátt skyldugt til að fylgjast með að allar upplýsingar sem notandi setur inn séu réttar og axlar því ekki ábyrgð gagnvart þeim. Skóla-Akademían áskilur sér þó rétt til að yfirfara öðru hverju upplýsingar sem notendur setja inn og í einhverjum tilvikum fjarlægja þær án réttlætingar.