Hvernig fæ ég aðgang að námsgögnu í skola.is?
Kennari skráir nemendur í bekki og veitir þeim aðgang í gegnum skola.is
Hvernig breyti ég um lykilorð?
Þegar þú hefur fengið aðgang skráir þú þig inn í skola.is og skiptir um lykilorð undir stillingar.
Hver getur stundað nám hjá skola.is?
Allir nemendur geta stundað nám í gegnum skola.is sem hafa fengið boð frá kennara sínum.
Hvernig fer námið fram?
Fræðilegt nám fer fram á Netinu en verkleg kennsla fer fram í tíma hjá kennara. Námskeið samanstanda af lesefni, myndum, myndböndum og verkefnum.
Þar að kaupa bækur til að stunda námið á skola.is?
Námsefni á skola.is er aðgengilegt nemendum á meðan að námskeið fer fram sem kennari hefur úthlutað til nemenda
Hentar skola.is fyrir nemendur með lestraerfiðleika eða námsfrávik?
Skola.is hendar sérstaklega vel öllum nemendum þar sem læra má á sínum hraða. Einnig er innbyggð talgervill sem les allan texta. Einnig má stýra hraða á texta sem er lesinn.
Get ég fengið aðstoð?
Nemendur geta haft samband við kennara sinn og svo má hafa samband með því að senda tölvupóst á skola@skola.is