Námskeið Skóla-Akademíunnar er á stafrænu formi sem gerir nemendum grunnskóla kleift að fara yfir efnið á þeim tíma sem hentar þeim. Fjármálalæsi stuðlar að bættri ákvarðanatöku í fjármálum með áherslu á sparnað og fyrirhyggju. Þetta námskeið snýst um að þátttakendur öðlist yfirsýn yfir fjármálum sínum og að ná sparnaðar markmiðum sínum og uppfylla drauma. Fjármálalæsi hefur verið skilgreint sem getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjárhagslega þætti. Fjármálalæsi samanstendur af þekkingu, viðhorfi og hegðun til fjármála og hæfni til að hafa stjórn á eigin fjárhag svo að taka megi ígrundaða ákvörðun í fjármálum með gagnrýnum huga og færni til að greina valkosti og bregðast skynsamlega við með leikni og nægjusemi að leiðarljósi. 👩💻👨💻