Námskeið Skóla-Akademíunnar er á stafrænu formi sem gerir nemendum grunnskóla kleift að fara yfir efnið á þeim tíma sem hentar þeim. Fjármálalæsi stuðlar að bættri ákvarðanatöku í fjármálum með áherslu á sparnað og fyrirhyggju. Þetta námskeið snýst um að þátttakendur öðlist yfirsýn yfir fjármálum sínum og að ná sparnaðar markmiðum sínum og uppfylla drauma. Fjármálalæsi hefur verið skilgreint sem getan til að lesa, greina, stjórna og fjalla um fjárhagslega þætti. Fjármálalæsi samanstendur af þekkingu, viðhorfi og hegðun til fjármála og hæfni til að hafa stjórn á eigin fjárhag svo að taka megi ígrundaða ákvörðun í fjármálum með gagnrýnum huga og færni til að greina valkosti og bregðast skynsamlega við með leikni og nægjusemi að leiðarljósi. 👩💻👨💻
Hlutverk námskeiðsins er að stuðla að því að nemendur öðlist hæfni í stærðfræði og búa þeim aðstæður til merkingarbærs náms. Á námskeiðinu eru nemendur virkir þátttakendur í að rannsaka, setja fram og sannreyna tilgátur í stærðfræði. Námskeiðið er hannað þannig að það leiðir nemendur í gegnum ítarlegt efni sem nauðsynlegt er til að byggja upp færni í samræmi við hæfniviðmið sem skilgreind eru í sjö flokkum samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Í gegnum gagnvirk verkefni, skýringar og dæmi er lögð áhersla á að nemendur tileinki sér stærðfræðilegt tungumál og rökhugsun á markvissan hátt. Námskeiðið býður upp á skipulega uppbyggingu þar sem nemendur fá leiðsögn, endurgjöf og tækifæri til að takast á við raunveruleg stærðfræðileg viðfangsefni, sem styrkir skilning þeirra og sjálfstæði í námi.